Skissað við Breiðafjörð

Skissuvinna skipar sérstakan sess hjá mér sem myndlistamanni. Þetta er spontant athöfn sem er oft undanfari að öðru verkeferli en getur engu síður staðið sjálfstætt. Margir myndlistamenn nota skissuna til þess að undirbúa verk sín en ég geri það sjaldnast. Ég hef venjulega verk mín mjög spontant sem ekki er ólíkt skissunni; legg myndina upp abstrakt, annað hvort í lit eða formi, og vinn síðan verkið út frá því á fíguratívar slóðir.
Ég hef gert talsvert af því að vatnslita úti í náttúrunni; til fjalla, úti á söndum, inn til dala, upp á heiðum og jafnvel kropið við gjósandi eldfjall til þess að fanga núið. Það er oft athöfnin sjálf sem heillar meira en afraksturinn. Það að gera sig kláran í svona ferð með liti, pappír, t.d. 500 gramma handgerðan vatnslitapappír strektan upp á plötu, velja sér vettvang, huga að veðri og leggja í hann, allt þetta er eins og þegar veiðimaður heldur til veiða.

Reyndar hófst þessi iðkun mín að vatnslita í náttúrunni þegar ég hafði með liti og pappír fyrir allmörgum árum norður í Vatnsdalsá og ég var að hvíla stöng á móti KK (eldri) og notaði hvíldina í að mála kallinn þar sem hann stóð í ánni hnarreistur eins og við helgiathöfn með flugustöngina og flautaði lagstúf. Ég kraup við bakkann, mundaði pensilinn og dróg upp stemninguna eldsnöggt í nokkrum dráttum og notaði vatnið úr ánni með litnum. Myndinn steinlá á bakkanum. Þegar KK landaði sínum 8 punda, að mig minnir, lá mynd af honum við hlið mér og vorum við jafn montnir af aflanum.
Þetta gaf tóninn. Smám saman hef ég hætt að veiða (þar kemur inn í iðkun mín á buddisma) en tekið meira upp á því að vatnslita úti í nátturunni og nota til þess það vatn sem er fáanlegt á staðnum hverju sinni en það eitt og sér gefur verkinu einstaka magíu.

Eitt sinn var ég staddur í Tibet við vatnið Mansorova sem er eitt helgasta náttúruvætti sem fyrirfinnst á jörðinn. Það stendur í rúmlega 4.000 m. hæð og er hæsta ferskvatnsstöðuvatn sem finnst og er á vestur-hásléttu Tibets. Sá átrúnaður er á vatninu að hver sá sem syndir í því eða drekkur af því mun öðlast hið besta karma í næstu endurfæðingum langt fram á tímabrautina. Það var einmitt það sem við félagarnir gerðum. En ég bætti um betur og málaði mynd af þessu helga vatni, umhverfi þess og notaði vatnið sjálft við athöfnina. Það er þetta sem er svo heillandi við svona vinnu sem unnin er á staðnum, sama hvaða miðil menn nota, það er eitthvað meira að gerast en maður sér og góð skissa getur fangað þetta andrúmsloft þó í fáum dráttum sé. Þetta er eins og að vera á veiðum með einhleypu þar sem eitt skot verður að duga.

Þannig var teiknarinn oft með í för fyrir daga ljósmyndana og þótti mér fátt eins skemmtilegt sem unglingur eins og að fletta og lesa bækur er sögðu frá leiðöngrum landkönnuða inn í myrkviði og fjalllendi ókunnugra svæða þar sem leyndust týndar grafir og grónar rústir. Fylgdu oft teikningar frá vettvangi atburðana með í bókunum svo ég tókst á flug á töfrateppi ímyndunaraflsins og þaut út í buskann þar sem hluti af mér hefur orðið eftir æ síðan.

Þegar ég var beðin um að gera þetta verkefni, að fara milli eyja í Breiðafirði og skissa markverða staði og yfirgefin mannvirki, tengdi ég þetta strax ævintýri landkönnunar og sló glaður til. Við fórum saman Daníel ljósmyndari og áhöfnin á Kríunni, en svo hét báturinn. Þeir Geir, Soffi og við héldum út á Breiðafjörðinn snemma einn sumardagsmorguninn í brennandi sól og spegilsléttum sjó. Báturinn var harðbotna slöngubátur framleiddur í Hollandi, er með 600 hestafla vél og losaði vel 40 mílur, og fékk maður að finna fyrir þessu afli þegar út á flóann var komið. Þegar við vorum á stefnunni að Hvítarbjarnarey, á keyrslu eins og verið væri keyra í formúlunni, hvarflaði að mér að djöfull verð ég að vera snöggur að skissa ef þeir ætla að keyra svona en aðvitað voru tekinn skissustop við þær eyjar sem við höfðum ákveðið að heimsækja. Breiðafjarðareyjar eru svo margar og liggja vítt og breitt um flóann svo það er ansi mikið verk að heimsækja þær, þó ekki væri nema þessa grúpu sem við stefndum á.

Ég hafði fyrir einhverjum árum farið um nærliggjandi eyjar við Stykkishólm á kajak ásamt dóttur minni Ásdísi og fleira fólki og fannst mikið til fegurð eyjana koma, bæði form og litir, stuðlabergið, gróandinn, dýralífið og kraumið í röstunum sem liggja við eyjarenda á flóði og fjöru. Fallhæðin þarna í flóanum er um 6 metrar svo kraftarnir eru miklir sem þarna eru á ferðinni.

Þetta var einstakt ævintýri þessi dagur á Kríunni, við heimsóttum fjölda eyja og kom á óvart hversu mikil byggð hefur verið í þessum eyjum. Ekki að undra þó Breiðafjörðurinn hafi oft verið kallaður mesta matarkista landsins fyrr á öldum. Stuðlabergsmusterið sem umliggur Hrappsey kemur á móti manni eins og rústir frá óræðum tíma og felur á bak við veggi sína goðsagnir og ósagðar sögur sem springa út í berginu þar sem stuðlarnir breiða úr sér eins og blævængur út í fjörðinn. Gjá gengur inn í eyjuna þvert í gegnum stuðlabergsskrúðið, dimm og þröng en þar var fólk tekið af lífi ef svo bar undir með því að hengja það á raft sem lá yfir gjánna en þetta á að hafa verið stundað á söguöld.
Ýmis eru undrin sem bera við augu. Í Hvítarbjarnarey liggur hnöttótt móbergsbjarg, skorðað ofan í klofning sem klýfur eyjuna í sundur. Móbergið sem er hvergi er að finna annarstaðar í eyjunni er eins og sending frá öðru stjörnukerfi. Sagan segir að tröllkona nokkur sem hafðist við upp í Drápuhlíðarfjalli, hafi kastað þessu bjargi að eyjunni svo hún klofnaði.

Við keyrðum inn í straumana en það er það kallað þegar sjórinn fellur í gegnum þröngan flöskuháls milli Hvammsfjarðar og flóans sjálfs. Þá myndst þar fallsjór sem er eins og Þjórsá, það kraumar og fossast og sjórinn bólgnar upp eins og stórfljót með iðum og sogkötlum svo maður undrast að hægt sé að sigla í gegnum þessar rastir.
Við vorum á sjó frá því um morgun og fram á kvöld og fékk ég að sjá meira af þessu náttúruundri sem Breiðafjörðurinn er en mig hafði órað að ég gæti skoðað á heilli ævi.
Leiðangursmenn voru sáttir þegar í land var komið með ljósmyndir og ógleymanlega reynslu í blóðinu og skissur mínar hanga nú á veggjum Hótel Egilsen í Stykkishólmi.

Á heimleið ók ég yfir skarðið en sólin var að setjast yfir flóann svo allur vesturhimininn logaði. Barðarströndin var hjúpuð djúpbláu biki sem bráðnaði út í glóandann sem lá yfir haffletinum,. Eyjarnar voru sem stjörnufloti sem var um það bil að hefja sig til flugs, en undir himinnhvolfinu svifu hæglætislega skýjateppi eins og blóðrauð fórnarklæði í þeirri athöfn þegar dagur sofnar og nóttin vakir. Uppi á skarðinu var Berserkjahraunið í bjarma en eldborgirnar purpurarauðar með dimbláa skugga. Fjöllinn sjálf í ísköldum feldi sem skreyttur var með fölbleikri fönn. Úr vestri kom skýjafljót sem valt áfram eftir fjallgarðinum og steyptist í fossum niður eftir hlíðum fjallanna ofan í hraunið þar sem það leystist upp sem stjörnuregn og hvarf.

Framundan lá vegurinn til suðurs inn í fátóna nóttina.

Þýli Kjós. 1 júlí 2012
Ást og friður Tolli.

Stykkishólmur: The Town By The Islands

Dagbjört Höskuldsdóttir

If you come to Stykkishólmur, you notice right away the many islands you can see no matter where you look towards the sea. These islands create the special panorama that you can’t find anywhere else. Climb the tallest hill, watch and enjoy. See the fjord teeming with life. Houses on many islands, boats at sail, people working hard at the docks, people on their way to shops in town. This is how the town was developed—as a mercantile and service centre for people on the islands and the surrounding countryside.

You will undoubtedly ask: why are some of the islands developed and not all of them? Why are there large islands left undeveloped while there are smaller or even rocky islands with houses on them? In order to develop an island, two things were needed: the ability to dock boats and pull them onto land, and access to fresh water. Of special importance was the first condition—in places, water was bad or even mixed with seawater, the inhabitants made up for this by collecting rainwater. Even on islands such as the widely inhabited Höskuldsey, which lie west of Stykkishólmur and borders on the edge of the ocean, water was hard to find. 

So why did settlement take hold there? Because of the plentiful fish stocks that could be found nearby. Fishermen typically rowed out to fishing areas, and so they couldn’t be too far out to sea. For this reason, fishermen built so-called “sea camps” on the shores of Höskuldsey and would live there for weeks or months at a time. One should also remember the sand reef north Stykkishólmur, near Flatey, called Oddbjarnarsker. No permanent settlement was ever established there, but sailors set up camps there and rowed out to fishing areas. Though the conditions were terrible, the fishing was good.

Icelanders are an island people. Iceland is an island, so it’s no wonder that surrounding islands were also utilised. Apart from rowing out to fishing areas, these islands also had a great deal of bird life. People hunted a lot of puffins—both adults and their young—as well as guillemots and cormorants. Seals were also hunted in nets, so people were able to get their necessary fat and Omega-3 acids.

But today, there are no developed islands near Stykkishólmur—only Flatey, which lies far north of the town, where two farmers live.

There are many stories from the islands. Most of them are tales of rough sea voyages, treacherous expeditions and of ships lost to the unforgiving ocean. The fight for survival was very difficult. Can you imagine what it would be like to live on a tiny island in the sea in the middle of the pitch-black winter? A northern storm raging outside, with the only light source being candles or fish oil lamps (kerosene lamps marked a great improvement). But then spring comes, the birds are singing around the reef and people become filled with optimism. There is no place more beautiful than springtime in Breiðafjörður, when the sun rises higher in the sky every day, until it never quite disappears, but hides for a short while behind the Westfjords mountains, only to return and gild the mountains and sea. Then the world by the fjord is nightless.

Júlíönnu hátíð

Jón Hálfdanarson

Þegar ég vaknaði í kókosrúminu á Hótel Egilsen og horfði á sólskinið sem flæddi inn um gluggann fannst mér eins og ég væri kominn á suðræna strönd. En það breyttist þegar ég kom út og ekki til hins verra. Han vara ð norðan og frostið beit en við vorum vel klædd. Mett eftir fjölbreyttan og staðgóðan morgunverð gengum við um bæinn og síðan niður að höfn og upp á Súgandisey. Þar gat á að líta, því í aðra átt ljómuðu blár Breiðafjörður og eyjar hans í sólinni en í hina kúrðu veltilhöfð húsin í bænum. þarna uppi rákumst við á heimamenn sem gátu nafngreint fyrir okkur flestar eyjarnar og bent á Stykkið, klapparhólma undir hausnum á hafskipabryggjunni. Uppi við vitann spjallaði ég við Svisslendinga sem vorum nú komnir til Íslands til að upplifa landið í vetrarham en þekktu það vel frá sumarferðum. Og þau sögðust ekki vera svikin af dvölinni á Hótel Egilsen eða veðrinu tvo síðustu daga!

En þar beið okkar steiktar kótelletur og sunnudagsmatur eins og hann var tilreiddur í gamla daga. Í fyrsta sinn í áratugi borðaði ég sveskjugraut. Stjúpa mín sauð stóran pott af sveskjugraut á sunnudögum. Hann var borinn fram sem eftirréttur og afganginn fengum við síðan alla daga vikunnar. Uppeldissystir mín veðjaði við mig hvort ég gæti klárað upp úr allri stóru skálinni svo við losnuðum við hann í eitt skipti fyrir öll. Ég vann veðmálið en það var fyrst núna í Stykkishólmi sem mér tókst að melta sigurinn!?